SS birti verðskrá kindakjöts 14, júní. Það á eftir að koma í ljós hvert endanlegt innleggsverð verður í haust en stefna SS er að greiða samkeppnishæft verð og skila hluta af rekstrarhagnaði sem viðbót á afurðaverð.

Óvissa er á mörkuðum fyrir áburð og aðstæður gætu enn versnað. SS þarf að meta það á næstu vikum hvort ástæða sé til að flýta innflutningi áburðar til að draga úr áhættu á hugsanlegum skorti.

Sala á kindakjöti hefur gengið vel og allt bendir til þess að birgðastaða í upphafi  sláturtíðar í haust verði í sögulegu lágmarki.

Í lok mars voru samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) stofnuð en fagna ber þessum áfanga. SAFL munu beita sér í öllum helstu hagsmunamálum landbúnarins.

Í vor kom ný vara á markað, úrvals grillpylsur undir vöruheitinu ,,Nýjung meistarans” sem verður breytt á tveggja mánaða fresti sem gefur neytendum kost á fjölbreytni undir sama vöruheiti. Önnur nýjung er rifjahluti lambahryggs án hryggjarsúlu sem þægilegt er að grilla.

Emilia Dabrowska hefur unnið hjá SS frá árinu 2000 en í lokin er stutt kynnig í fréttabréfinu á þessum frábæra starfsmanni.

Fréttabréf SS 2.tbl. á pdf formi.