Í fréttabréfinu er umfjöllun um sauðfjársláturtíðina sem er komin á fullt og annasamar vikur framundan.

Á stjórnarfundi SS þann 6. júní síðastliðinn var ákveðið að greiða 5% viðbót á allt afurðainnlegg ársins . Búið er að greiða viðbótina á innlegg fyrir tímabilið janúar – júní en viðbótin fyrir seinni helming ársins verður greidd inn á bankareikninga bænda 19, janúar 2024.

Kynnt er allt að 10% verðlækkun á nautgripafóðri frá dlg en verð SS hefur verið óbreytt frá október 2022. Bændur eru hvattir til að hafa samband búvörudeild félagsins og tryggja sér kjarnfóður á óbreyttu verði til næstu 10 mánaða.

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður var afkoma SS samstæðunnar góð á fyrri árshelmingi ársins 2023 og mun betri en í fyrra. Fjárhagsstaða félagsins er einnig mjög traust.

Fjallað er um stækkun Orkugerðarinnar en framkvæmdum verður lokið fyrir áramót en afköst verða tvöfölduð til að mæta auknu framboði á lífrænum afurðum.

Fjallað er ítarlega um stöðuna á kjötmarkaði, vörunýjungar og kynningu á  stöðvarstjóra félagsins á Selfossi.

Fréttabréf SS 1. tbl. 2023 á pdf formi.