Fréttabréf 1. júlí 2005 á pdf formi

Á stjórnarfundi SS 30. júní s.l. var ákveðið að félagið myndi greiða í sumar og haust til bænda fyrir dilkakjöt samkvæmt verðskrá, sjá fréttabréf sem er hærri að meðaltali en viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda(LS).  Verðskráin endurspeglar aukna áherslu á bestu holdfyllingarflokka með hóflegri fitu.  Auk þess var ákveðið að greiða 5-10% meira en viðmiðunarverð fyrir ærkjöt.