Heilbrigðiseftirlit Suðurlands afhenti SS í dag endurnýjað starfsleyfi til 12 ára fyrir kjötvinnsluna á Hvolsvelli. 

Fyrra starfsleyfi sem gilt hafði í 4 ár, rann út í dag, en í kjölfar skoðunar heilbrigðisfulltrúa á starfsemi, húsnæði og búnaði í dag var nýtt starfsleyfi gefið út án athugasemda.

,,Um leið og ég óska okkur öllum til hamingju með hið nýja starfsleyfi vil ég þakka starfsfólki sinn þátt í að halda uppi góðum “standard” í vinnslunni, sem skipar okkur í fremstu röð íslenskra kjötiðnaðarfyrirtækja með stærstu, öflugustu og bestu kjötvinnslu landsins”  sagði Guðmundur Svavarson framleiðslustjóri í tilefni afhendingarinnar.

Á myndinni veitir Guðmundur framleiðslustjóri SS nýju starfsleyfi viðtöku úr hendi Sigrúnar Guðmundsdóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.