Það er mjög fróðlegt að skoða á línuritum hvernig helstu mælikvaraðar á eiginleika slátraðra dilka breytast eftir sláturvikum.

Meðalþyngd er nánast sú sama alla sláturtíðina nema í lokin þegar lömbum sem ekki hafa þroskast eins og önnur er slátrað. Þetta markast auðvitað af því að bændur velja stærstu lömbin til innleggs hverju sinni og láta þau minni vaxa til slátrunar síðar.

Holdfyllingareinkunn er einnig nánast sú sama allan tímann. En það er greinlegur stígandi í fitu sem lækkar meðalverðið eins og sést á yfirliti um meðalverð.

Það er töluverður munur á meðalverði í upphafi og lok sláturtíma sem bendir til þess að ávinningur af því að draga slátrun sé minni en talið er því við bætist kostnaður við aukafóðrun og einhver afföll verða alltaf sem eru tapaðar tekjur.

Einkunn og meðalverð eftir sláturvikum 2009.

Meðalverð dilka eftir sláturvikum 2009.