Markaðsmenn SS afhenda Bjarna og eiginkonu hans vinninginn

Ísfirðingurinn Bjarni Jón Sveinsson gerði sér glaður í bragði ferð suður til Reykjavíkur nú í vikunni því kappinn hafði svo sannarlega dottið í lukkupottinn. Bjarni tók þátt í
Sumarleik SS með því að senda inn númeraröð aftan á pylsupakkanum sem SMS skilaboð og hann fékk þau skilaboð nokkrum andartökum síðar að hann hefði unnið
utanlandsferð fyrir alla fjölskylduna að verðmæti 300.000 krónur. En þetta er ekki allt því að auk þess að fá miða út í heim fékk Bjarni einnig MasterCard kreditkort
með 300.000 króna inneign sem nýtis ágætlega þegar það er verið á ferðalagi erlendis.

Það sem Bjarna fannst aftur á móti verst var að hann kláraði sumarfrí sitt degi áður en hann keypti þennan SS pylsupakka sem færði honum vinning að andvirði 600.000 krónur.