Störf hjá SS

Smellið hér til að fara á umsóknavef / eyðublað SS

Störf hjá SS

Sláturfélag Suðurlands var stofnað árið 1907 og hefur frá þeim tíma verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í matvælaiðnaði.  SS er með starfssemi á Hvolsvelli, Selfossi og í Reykjavík.  Hjá SS eru unnin rúmlega 330 ársverk við ýmis störf, sem tengjast kjötiðnaði, slátrun, sölu- og markaðsmálum og fleiru. Við bjóðum krefjandi ábyrgðarmikil störf fyrir fólk með metnað sem vill koma að framleiðslu og sölu matvæla.

Ráðningar
Starfsmannastjóri sér um mannaráðningar hjá SS.  Þegar þess er kostur nýtur núverandi starfsfólk forgangs að störfum til að geta vaxið í starfi. Umsókn þín verður metin er stöður losna hjá félaginu eða ef umsækjandi er að svara auglýsingu frá SS.

Starfsmannafélag
Innan SS er starfandi virkt starfsmannafélag.  Starfsmannafélagið stendur m.a. fyrir nokkrum viðburðum á hverju ári auk þess að sjá um rekstur sumarhúsa félagsins.


Laus störf hjá SS:

SÖLUFULLTRÚI Á FYRIRTÆKJASVIÐI

Starfslýsing

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Greining tækifæra á markaði og öflun nýrra viðskiptavina
 • Samskipti, heimsóknir og uppbygging tengsla til núverandi viðskiptavina
 • Vörukynningar til viðskiptavina
 • Tilboðs- og samningagerð
 • Eftirfylgni pantana
 • Menntun eða góð reynsla í matvælageiranum er skilyrði
 • Þekking á fyrirtækja- og mötuneytismarkaði stór kostur
 • Þjónustulund og samstarfshæfni
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, áreiðanleiki og geta starfað sjálfstætt
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Skipulögð vinnubrögð
 • Reglusemi og stundvísi

Áhugasamir eru beðnir um að sækja um á heimasíðu félagsins.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ögmundur Rúnar Stephensen, deildarstjóri fyrirtækjasviðs í síma 575-6000.
Sláturfélag Suðurlands er leiðandi matvælafyrirtæki með starfsstöðvar í Reykjavík, á Selfossi og á Hvolsvelli.
Hjá félaginu starfa um 400 starfsmenn.
Upplýsingar um SS er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.ss.is

 

Vinna við kynningar á vörum Sláturfélags Suðurlands

Við leitum að glaðlyndum, snyrtilegum og félagslyndum einstaklingum til að kynna okkar góðu matvörur í verslunum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Vinnutíminn er allajafna milli 14:00 og 18:00 en er nokkuð sveigjanlegur. Unnir eru 10 til 20 tímar í mánuði og því hentar þetta námsmönnum vel eða öðrum sem leita sér að aukavinnu og tekjum. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða.

Hæfniskröfur fyrir starfið eru:

 • Hafa gaman af að hitta fólk
 • Hafa áhuga á mat
 • Hafa góða framkomu

Áhugasamir vinsamlega sæki um starfið með því að senda tölvupóst á Hafþór Úlfarsson, deildarstjóri markaðsdeildar, hafthor@ss.is.

 

Kjötiðnarmenn í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli

Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmenn til starfa í kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli.

Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 575-6000 og verksmiðjustjóri Benedikt Benediktsson á Hvolsvelli í síma 488-8200.

 

Kjötiðnaðarnemar

SS óskar eftir kjötiðnaðarnemum til starfa í kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli.

Allar nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 575 6000.

 

Smellið hér til að fara á umsóknavef / eyðublað SS