Störf hjá SS

Smellið hér til að fara á umsóknavef / eyðublað SS

Störf hjá SS

Sláturfélag Suðurlands var stofnað árið 1907 og hefur frá þeim tíma verið í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í matvælaiðnaði.  SS er með starfssemi á Hvolsvelli, Selfossi og í Reykjavík.  Hjá SS eru unnin rúmlega 330 ársverk við ýmis störf, sem tengjast kjötiðnaði, slátrun, sölu- og markaðsmálum og fleiru. Við bjóðum krefjandi ábyrgðarmikil störf fyrir fólk með metnað sem vill koma að framleiðslu og sölu matvæla.

Ráðningar
Starfsmannastjóri sér um mannaráðningar hjá SS.  Þegar þess er kostur nýtur núverandi starfsfólk forgangs að störfum til að geta vaxið í starfi. Umsókn þín verður metin er stöður losna hjá félaginu eða ef umsækjandi er að svara auglýsingu frá SS.

Starfsmannafélag
Innan SS er starfandi virkt starfsmannafélag.  Starfsmannafélagið stendur m.a. fyrir nokkrum viðburðum á hverju ári auk þess að sjá um rekstur sumarhúsa félagsins.


Laus störf hjá SS:

Sölufulltrúi á Fyrirtækjasviði

Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða sölu/þjónustufulltrúa á Fyrirtækjasviði um er að ræða sölu og þjónustu í Stóreldhús, veitingarstaði og mötuneyti þar sem sérþekking og persónuleg þjónusta er í fyrirrúmi.

Starfslýsing.

Öflun nýrra viðskipta og uppbygging viðskiptatengsla.

Samskipti og heimsóknir til núverandi viðskiptavina

Gerð söluáætlana

Greining sölutækifæra og markaðssetning vara.

Tilboðs og samningagerð

Eftirfylgni pantana

Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar og hæfniskröfur

Menntun í matvælageiranum er skilyrði

Þekking á fyrirtækja og mötuneytismarkaði er kostur

Góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frumkvæði, áreiðanleiki og geta sjálfstæð vinnubrögð

Almenn tölvukunnátta

Skipulögð vinnubrögð

Reglusemi og stundvísi

 

Kjötiðnarmenn í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli

Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmenn til starfa í kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli.

Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 575-6000 og verksmiðjustjóri Benedikt Benediktsson á Hvolsvelli í síma 488-8200.

 

Kjötiðnaðarnemar

SS óskar eftir kjötiðnaðarnemum til starfa í kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli.

Allar nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 575 6000.

 

Smellið hér til að fara á umsóknavef / eyðublað SS