Sauðfé afurðaverð

Verðskrá kindakjöts fyrir árið 2017 verður gefin út þegar nær dregur sláturtíð.

Í viðhengi hér að neðan eru verðhlutföll sauðfjár ásamt sláturáætlun haustsins 2017.

Sláturáætlun og verðhlutföll 2017

 

Hér að neðan eru upplýsingar frá hausti 2016:

Verðlisti kindakjöts 2016

Í ofangreindri verðskrá kemur fram verð á innlögðu kindakjöti hjá Sláturfélaginu í haust. Beðið er forláts á því hversu seint verðskráin er birt. Aðstæður eru erfiðar og mikill tími hefur farið í að meta framhaldið og hvernig félagið eigi að bregðast við. Meðalverð dilkakjöts skv. verðskrá lækkar um 5% frá haustinu 2015 og meðalverð kjöts af fullorðnu lækkar um 25%.  (Verðlistanum sem birtur var fyrst 2. sept. hefur verið breytt lítilsháttar vegna afrúnings á aukastöfum).

Nánari upplýsingar um haustslátrun sauðfjár og önnur afurðamálefni verður að finna í fréttabréfi SS sem verður birt á vef félagsins eftir helgi og mun berast bændum seinni hluta næstu viku. SS mun eins og áður greiða samkeppnishæft verð og endurskoða verðskrá sína ef tilefni gefst til.

Þjónustuslátranir verða miðvikudaginn 30. nóvember og miðvikudaginn 5. apríl 2017. Þessa sláturdaga verður greitt 90% af lægsta verði sláturtíðar 2016.

Ákveðið hefur verið að bjóða til reynslu í haust aukna þjónusta sem felst í að bændur geta lagt slög og hálsa af heimteknum dilkum inn til greiðslu á hluta af heimtökukostnaði. Til einföldunar verður annað hvort að leggja alla hálsa og slög af heimteknum dilkum inn í hvert skipti sem lagt er inn eða ekkert. Ef allir hálsar og slög eru innlögð lækkar heimtökugjald um 26 kr/kg og byggir það á áætluðu útflutningsverði afurðanna. Merkja verður á heimtökublað ef bóndi vill leggja slög og háls inn á móti hluta heimtökugjalds.

Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun er tvískipt. Fyrir magn sem er minna en 400 kg á innleggjanda er gjaldið 196 kr/kg en á það magn sem er umfram 400 kg er gjaldið 226 kr/kg. Ef slög og hálsar eru lögð inn verður þetta gjald annars vegar 170 kr/kg og hins vegar 200 kr/kg á magn umfram 400 kg. Heimtaka á fullorðnu fé kostar 3300 kr/stk. Fínsögun kostar aukalega 35 kr/kg. Afhending á Selfossi, Hvolsvelli og á Fosshálsi er án kostnaðar. Kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 55 kr/kg. Sent verður með Flytjanda. Slátur fylgir ekki heimteknu kjöti.

Fyrir sama gjald er boðið upp á frystingu á dilkakjöti en þá er ekki hægt að afhenda kjöt frá völdum býlum heldur er selt kjöt af sama gæðaflokki og beðið er um og getur verið frá einhverjum öðrum. Frosið kjöt sem er selt sem heimtaka er afhent eftir innlegg eins og önnur heimtaka.

Vsk bætist við allar ofangreindar tölur.

Eyðublað vegna heimtöku sjá hér