Stjórn Sláturfélagsins hefur tekið ákvörðun um verðskrá kindakjöts fyrir komandi sláturtíð. Ljóst er að þörf framleiðenda fyrir verðhækkun er mikil og í umræðu liðinna daga hafa verið skapaðar miklar væntingar um verðhækkun.

Á móti þörf fyrir verðhækkun verður að meta markaðslega stöðu og afleiðingar mjög stórrar verðbreytingar á sama tíma og kaupmáttur neytenda er skertur. Innanlandsmarkaður er mikilvægasti markaður sauðfjárbænda og mikið í húfi að sterk staða kindakjöts í neyslu raskist ekki.

Mat stjórnar félagsins á þessum þáttum hefur leitt til niðurstöðu sem felur í sér 17,2% hækkun frá fyrra ári á því meðalverði sem félagið mun greiða fyrir innlagt kindakjöt í haust. Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið ný verðhlutföll milli flokka dilkakjöts og ærkjöts sem SS mun fylgja. 17,2% meðal verðbreyting sem ákveðin hefur verið felur í sér að meðalverð fyrir dilkakjöt til bænda mun hækka um 14% og meðalverð fyrir kjöt af fullorðnu mun hækka um 101%.

Verð fyrir dilkakjöt og kjöt af fullorðnu er breytilegt eftir sláturvikum eins og áður hefur verið kynnt. Verðskráin endurspeglar þá ákvörðun um hækkun á meðalverði sem tekin hefur verið. Sláturfélagið mun endurskoða verðskrá sína ef tilefni gefast.

Nánari upplýsingar:

ATH. breytt verðskrá sauðfjárafurða tók gildi 31 ágúst – pdf

Fréttabréf SS 22. júlí 2011 – Vefrit

Fréttabréf SS 22. júli 2011 – pdf

Sauðfé – Afurðaverðskrá 2011.