Áætlað er að hefja sauðfjárslárun þriðjudaginn 6. september 2023 og ljúka slátrun 31. október.

Taflan sýnir eingöngu verðhlutföll milli sláturvikna en ekki verðið sjálft. Verðhlutföll hjálpa bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins. Breytingar eru þær helstar að yfirborgun sláturviku 38 er hækkuð úr 5% í 7% og bætt er við 4% yfirborgun í viku 39. Einnig eru 3 sláturdagar í nóvember felldir út, þannig að slátrun lýkur 31. október.

Það er mikilvægt fyrir bændur og félagið að átta sig á breytingum sem gætu orðið. Í því skyni verður óskað eftir sláturpöntunum miklu fyrr en verið hefur og reiknað með að senda í byrjun júní bréf til bænda til að fá sláturpantanir fyrir lok júní. Bændur verða að vita í tíma hvort þeir koma fé að þær vikur sem óskað er eftir og félagið verður að geta brugðist við eins og hægt er.

Ef mikil breyting verður á dreifingu sláturpantana verður að áskilja rétt til að breyta yfirborgunum vikna til að jafna aðsókn.

Verðhlutföll og sláturáætlun sauðfjár 2023