SS Eignir ehf. kaupa Reykjagarð
Fyrir um ári síðan var gerður samningur á milli Búnaðarbanka Íslands hf. og SS Eigna ehf., dótturfélags Sláturfélagsins, um kaup SS Eigna ehf. á 67% hlut í Reykjagarði hf. með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Á þeim tíma sem liðinn er hafa verið miklar sviptingar á kjötmarkaði og forsendur samnings breyst.

Eftir viðræður á milli Kaupþings Búnaðarbanka hf. og SS Eigna ehf. er það niðurstaða aðila að víkja til hliðar þeim samningi sem gerður var.

Aðilar hafa gert með sér nýjan samning. Í honum felst að SS Eignir ehf. hafa keypt allt hlutafé Reykjagarðs hf. og tekið við allri stjórn félagsins. Atriði samningsins eru trúnaðarmál.

Með þessum lyktum er eytt óvissu sem tengst hefur frágangi á kaupum SS Eigna ehf. á Reykjagarði hf. Kaupþing Búnaðarbanki hf. fjármagnar kaupin og íþyngja þau því ekki greiðslustöðu Sláturfélagsins.

Nánari uppl. veitir Steinþór Skúlason forstj. SS í síma 575 6000.