Næstu vikur geta viðskiptavinir SS tekið þátt í léttum leik ef þeir kaupa 10 stykkja SS vínarpylsupakka.

Leikurinn fer þannig fram, að aftan á verðmerkimiðanum á 10 stykkja SS vínarpylsupökkum er kóði sem þátttakendur geta sent okkur með tölvupósti á netfangið pulsupar@ss.is.  Geyma þarf miðann með kóðanum vel því vinningar fást ekki afhentir nema gegn framvísun hans.

Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti geta sent okkur kóðann í pósti. 

Með því að hafa þennan háttinn á teljum við að komið sé til móts við þá sem kvartað hafa yfir að mikill kostnaður fylgi þátttöku í SMS leikjum. 

Við munum afhenda vinningana að Fosshálsi 1, alla virka daga milli kl. 16 og 18.

Nöfn allra vinningshafa verða birt hér á vefnum og koma fréttir af nýjum vinningshöfum á hverjum föstudegi.


SS PYLSUR – SUMARLEIKUR – VINNINGASKRÁ

Vinningar í SS 10 stykkja pylsuleiknum eru:

Tveir 200.000 króna ferðavinningar fyrir fjölskylduna, með Úrvali Útsýn.

Fimm fótboltaveislur, það er ferð fyrir tvo á tvo leiki – Tottenham gegn Porto á White Hart Lane og Chelsea gegn Arsenal um góðgerðrarskjöldinn.  Ferðin verður 05. til 07. ágúst 2005.

Eitt hundrað vandaðir mp3 spilarar með 512 MB minni, útvarpi, diktafón.  Hægt er að nota spilarann sem minniskort.

Eitt þúsund flottir SS fótboltar

Eitt þúsund golfglaðningar, sem innihalda 3 golfkúlur, tí(ý) og flatarmerki.
 
Samtals 2.106 vinningar að verðmæti um 4,5 milljónir króna.

VERTU MEÐ FRÁ BYRJUN OG “PULSUM OKKUR SAMAN Í ALLT SUMAR.”. 

Með “pulsu”kveðju

Starfsfólk SS