Nýjung meistarans er afrakstur vöruþróunar fagfólks SS. Sífellt er verið að þróa spennandi nýjungar fyrir neytendur. Nýjung meistarans er gæðapylsa, sem sett erá markað í takmarkaðan tíma, til að gefa fólki kost á fjölbreytileika og skipt um pylsu reglulega.

Nýjung meistarans að þessu sinni er kjötmikil og kröftug pylsa, kjötmagnið í henni er 94%. Hún kallast Mambó Ítalíanó og er krydduð með cayenne-pipar, fennel og hvítlauk. Pylsan fæst m.a. í Krónunni, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup og víðar. Við hvetjum fólk til að smakka frábæra nýjung.

Nýjung meistarans