SS hefur ákveðið að hækka enn frekar afurðaverðskrá sauðfjár frá áður birtri verðskrá 15. ágúst. Flokkur U3 er hækkaður um 13 kr/kg og E flokkar eru hækkaðir um 20 – 30 kr/kg. Meðalverð fyrir dilkakjöt með yfirborgunum er áætlað um 718 kr/kg eftir þessa breytingu. Að teknu tilliti til 30 kr/kg eingreiðslu er meðalverð áætlað um 748 kr/kg. Meðalhækkun verðskrár frá fyrra hausti verður 33,7% með þessari breytingu.

Greidd verður 30 kr/kg eingreiðsla sem viðbót á afurðaverð allra kjöttegunda vegna innleggs á árinu 2022 til að mæta erfiðum aðstæðum hjá bændum. Með þessu er gætt jafnræðis milli innleggjanda hjá félaginu. Eingreiðsla á stórgripainnlegg janúar – ágúst greidd  föstudaginn 23. september 2022. Eingreiðsla á sauðfjárinnlegg greidd föstudaginn 25. nóvember 2022 og eingreiðsla á stórgripainnlegg september – desember greidd föstudaginn 20. janúar 2023.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur.

Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.