Sláturfélag Suðurlands býður til bændafunda í samvinnu við DLG og YARA þar sem í boði eru fræðsluerindi um fóðrun og áburð. Hinir frábæru skemmtikraftar ,,Hundur í óskilum” fara með gamanmál og  stýra fundum. Léttar veitingar og góðgæti verða í umsjá kvenfélagskvenna viðkomandi svæða. Fundirnir verða haldnir frá kl. 20:30 – 23:00.

Valaskjálf, Egilsstöðum – þriðjudaginn 15. nóvember 2016

Hlíðarbæ, Akureyri – Miðvikudaginn 16. nóvember 2016

Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli – Fimmtudaginn 17. nóvember 2016

Hótel Borgarnesi – Föstudaginn 18. nóvember 2016

Jakob Kvistgaard, fóðurfræðingur og vörustjóri hjá DLG mun fjalla um hvað gerir kvígu að góðri mjólkurkú. Ole Stampe, viðskiptastjóri hjá Yara.fer yfir kostnað við öflun gæða gróffóðurs og Unnsteinn Snorri Snorrason, bútæknifræðingur fjallar um fóðrun og frjósemi sauðfjár.

Nánari upplýsingar um bændafundi SS í nóvember 2016.