SS hefur ákveðið að hækka meðalverð samkvæmt verðskrá fyrir innlagt dilkakjöt um 23% frá fyrra ári og á fullorðnu um 12% miðað við flokkun á innleggi síðast liðið haust. Yfirborganir í upphafi og lok sláturtíðar vega 3,2% á heildarinnlegg dilka. Að þessum yfirborgunum meðtöldum þá mun SS greiða að meðaltali 661 kr/kg fyrir innlagt dilkakjöt í haust. Eins og áður eru töluverðar yfirborganir í upphafi sláturtíðar.

Allt innlegg verður staðgreitt eins og verið hefur.

Nánari upplýsingar um verðskrá, greiðslutíma, heimtöku og aðra þætti sem lúta að sauðfjárslátrun er að finna hér.