Eiríkur Jónsson bóndi í Gýjarhólskoti í Biskupstungum var með afurðahæsta sauðfjárbú landsins á árinu 2012 en hann náði þeim einstaka árangri að ná að meðaltali 41,3 kg kjöts á hverja kind en búið var með 316 ær skýrslufærðar á síðasta ári.

Með þessum frábæra árangri nær Eiríkur að slá nýtt Íslandsmet.

Á vef mbl er að finna nánari upplýsingar um frábæran árangur Eiríks bónda í Gýjarhólskoti.