Fagmenn SS stóðu sig með einstakri prýði í fagkeppninni í ár, enda ríkir í fyrirtækinu mjög metnaðarfullur andi til að þróa,prófa og framleiða framúrskarandi matvörur.

21 verðlaun komu í hlut kjötiðnaðarmanna frá SS. Við hjá SS óskum okkar frábæru fagmönnum hjartanlega til hamingju með árangurinn. Þeir hlutu m.a. verðlaun búgreina fyrir lambakjöt, nautakjöt og alifuglakjöt, auk sérverðlauna í flokknum  kæfur og paté.

Athyglisverðasta nýjung keppninnar
og jafnframt besta vara úr lambakjöti
sem hlýtur Lambaorðuna:
Hangikæfa með uppstúf
Bjarki Freyr Sigurjónsson, SS

Besta varan í flokknum kæfur og paté:
Súkkulaðikæfa með jarðarberjahlaupi
Steinar Þórarinsson, SS

Besta varan úr alifuglakjöti:
Konfektkæfa
Jónas Pálmar Björnsson, SS
Besta varan úr nautakjöti:
Sælkeranaut, pipargrafið nautafile
Steinar Þórarinsson, SS

Eftirtalin verðlaun féllu
fagmönnum SS í skaut:

Bjarki Freyr Sigurjónsson frá SS:
Fimm gull, þrjú silfur og tvö brons.

Jónas Pálmar Björnsson frá SS:
Fimm gull, eitt silfur og eitt brons.
Steinar Þórarinsson frá SS:
Fimm gull og eitt brons.

Jón Sigurðsson frá SS:
Eitt gull, þrjú silfur og þrjú brons.

Benedikt Benediktsson frá SS:
Eitt gull
Hermann Bjarki Rúnarsson frá SS:
Tvö gull, eitt silfur og tvö brons

Oddur Árnason frá SS:
Tvö gull og eitt brons.

Fagmenn SS

Fagmenn SS