Áburðarsala SS á einkorna gæðaáburðinum frá Norsk Hydro hafin

SS hefur hafið sölu á einkorna gæðaáburðinum frá Norsk Hydro og ítarleg gögn hafa verið send til bænda. Allar upplýsingar má einnig fá á nýrri vefsíðu www.hydroagri.is þar sem jafnframt er hægt að ganga frá áburðarpöntun.

Þá er enn eitt sumarið liðið og komið að því að huga að framleiðslu næsta árs. Einn liður í því eru áburðarkaupin sem hagkvæmast er að ganga frá hjá Hydro í október. Bændum hafa verið send ítarleg gögn um Hydro áburðinn til að þeir hafi sem bestar upplýsingar um þá valkosti sem Hydro býður.

Í boði eru allar sömu áburðartegundir og síðastliðið ár, ellefu talsins, sem eiga að geta uppfyllt flestar kröfur íslenskra bænda, auk þess sem hægt er að sérpanta fleiri tegundir sé þess óskað. Allur áburðurinn er einkorna, sem er mikilvæg forsenda góðrar nýtingar þeirra fjármuna sem greiddir eru fyrir hann. Einnig er Hydro áburður þekktur fyrir að vera einkar þægilegur í meðhöndlun, köggla- og ryklítill.

Eins og síðastliðið ár leggjum við áherslu á hagkvæma áburðarnotkun og að ekki sé notaður áburður umfram þarfir. “Notaðu minni áburð með Hydro” er í góðu gildi og fagafsláttur til þeirra bænda sem leggja í kostnað við túnkortagerð, jarðvegs- eða heyefnagreiningar og áburðaráætlanir verður allt að 300 kr/tonn.

Verð og greiðslukjör eru óbreytt milli ára nema hvað vextir hafa lækkað. Grunnverð áburðarins miðast við júní 2003. Frá því verði er reiknaður stigvaxandi afsláttur, 2% á mánuði, eftir því hve snemma er gengið frá kaupunum. Þeir sem ganga frá kaupum strax í október fá því hagstæðasta verðið. Andvirði áburðar sem pantaður er í okt.-des. er vaxtalaust til áramóta. Þeir sem ekki kjósa að staðgreiða um áramót eiga kost á reikningsviðskiptum á 9% ársvöxtum frá áramótum til júníloka. Viku fyrir afhendingu þarf síðan að vera búið að ganga frá greiðslu eða skuldabréfi vegna viðskiptanna, nema greitt sé með innleggsloforði. Nánari upplýsingar um verð og greiðslukjör er að finna í verðskrá.

Til að auka þjónustu við bændur hefur sölufulltrúum verið fjölgað auk þess sem eldri sölufulltrúar eru áfram. Nánari upplýsingar er að finna undir sölufulltrúar

Hydro áburðinum var skipað upp á níu höfnum í vor. Nú fjölgum við afgreiðslustöðum til að bæta þjónustu við bændur og lækka flutningskostnað heim á bæ. Nánari upplýsingar um afgreiðslustaði er að finna undir afhendingarstað

Athygli tölvuvæddra bænda er vakin á því að hægt er að ganga frá áburðarpöntun hér. Bændur kunnu vel að meta þessa nýbreytni í fyrra og nýttu fjölmargir sér það að panta beint á Hydrovefnum. Af innsendum netpöntunum munu síðan tíu heppnir fá veglegar matarkörfur frá SS í verðlaun.