Í dag, 28.janúar, eru liðin 100 ár frá stofnun Sláturfélags Suðurlands svf. en fyrirtækið og stofnendur þess hafa fært neytendum úrvals matvæli og verið fremstir fyrir bragðið í öll þessi ár.  Veislan hófst fyrir 100 árum en þrátt fyrir það er hún rétt að byrja.  Það er metnaður allra hjá SS að færa neytendum áfram sömu góðu gæða SS vörurnar.

Á afmælisárinu munu einnig margar nýjar vörur líta dagsins ljós og eru neytendur hvattir til þess að prófa þær.

Við eigum afmæli í dag en veislan heldur áfram.  Verði ykkur að góðu!