Í árlegri blindsmökkun matgæðinga DV á 13 tegundum hamborgarhryggja fékk SS hamborgarhryggurinn langbestu dómana, 19 stjörnur af 20 mögulegum.  SS hamborgarhryggur rýrnar ennfremur minnst við suðu, og það var samdóma álit matgæðinganna að hann væri bæði safaríkur og bragðmikill.

Matgæðingar DV eru: Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari á Þremur Frökkum, Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður hjá Sigga Hall og hinir valinkunnu áhugamenn um góðan mat, Sigmar B. Hauksson og Örn Árnason leikari.