Verðskrá fyrir dilkakjöt hækkar um 18,5% frá fyrra ári auk sérstakrar hækkunar á matsflokk R3 sem hækkar um 19,8%. Útflutningsverð hækkar um 29% og verður 305 kr/kg fyrir alla flokka.  Miðað við flokkun SS í sept. og okt. í fyrra er vegið meðalverð innanlandshluta dilkakjöts 434,50 kr/kg.

Meðalverð dilkakjöts að meðtöldum útflutningi er 398,20 kr/kg. 

Verð fyrir fullorðið fé hækkar einnig umtalsvert.  Til viðbótar er mikil hækkun á yfirborgunum fyrir sláturtíð.

Verðskráin verður endurskoðuð ef þörf krefur.


Allt innlegg er staðgreitt föstudag eftir innleggsviku.

Verðskrá sauðfjárafurða 2008