Fréttatilkynning :
 
Fyrirhugaðar eru breytingar til hagræðingar í vöruafgreiðslu framleiðsluvara sem tengjast væntanlegum flutningi fyrirtækisins til Hádegismóa.
 
Sláturfélagið hefur rekið vörulager og afgreiðsludeild í höfuðstöðvum sínum að Fosshálsi 1 frá árinu 1993 og þar áður á Skúlagöru 20.
 
Undanfarin ár hefur verið unnið að framtíðarskipulagi þessa hluta af rekstri félagsins og meðal annars verið leitað eftir lóð hjá Reykjavíkurborg en SS hefur haft höfuðstöðvar sínar í Reykjavík allt frá stofnun félagsins árið 1907.
Nýlega var félaginu formlega úthlutað lóð við Hádegismóa.
 
Í tengslum við væntanlegan flutning á starfseminni hefur verið skoðað hvernig hámarks hagkvæmni sé náð. Niðurstaðan er að birgðahaldi innflutningsvara verður úthýst til Eimskips og afgreiðsla á framleiðsluvörum verður flutt til Hvolsvallar.
 
Frystigeymslu á Hvolsvelli verður breytt í kæli og afgreiðsludeild. Nýtt frystihús verður byggt í staðinn. Áætlað er að flutningur starfseminnar verði haustið 2008 og með henni færist 10-15 störf til Hvolsvallar. Áætlað er að kostnaður við vöruafgreiðslu lækki um u.þ.b. 20 milljónir króna á árið við þessa breytingu.
 
Núverandi starfsfólki verður boðinn forgangur að vinnu hjá félögum sem tengd eru Sláturfélaginu og hafa starfsemi í Reykjavík. Þetta eru félögin Hollt & gott ehf. og Ísfugl hf. Því starfsfólki sem vill fylgja starfseminni til Hvolsvallar verður boðin aðstoð við það.
 
Nánari uppl. veitir Steinþór Skúlason forstj. í s. 575 6000.