Sláturfélagið og Reykjagarður koma myndarlega að Landbúnaðarsýningunni á Hellu 2008, dagana 22.-24. ágúst n.k. Sýningin er haldin í tilefni 100 ára afmælis Búnaðarsambands Suðurlands.

SS og Reykjagarður verða með stóran bás í sýningarhöllinni þar sem þau kynna framleiðslu- og innflutningsvörur. Félögin eru leiðandi á matvörumarkaði og margar spennandi nýungar í bland við rótgrónar vörur verða kynnta. Boðið verður upp á smakk og fræðslu um vörurnar og fyrirtækin. Einnig mun gestum standa til boða að kaupa matvörur á sérstöku sýningarverði og því kjörið tækifæri til að gera góð kaup í ljúffengum SS kjötvörum og Holta kjúklingavörum.

Sláturfélagið mun auk þess kynna Yara áburð, DLG fóður og TenoSpin rúlluplast.

Sýningin verður opin föstudaginn, 22 ágúst frá kl. 14-20, laugardaginn, 23. ágúst frá kl. 10-20 og sunnudaginn, 24. ágúst frá kl. 10-18.

Það verður án efa margt spennandi að sjá og smakka í bás SS og Reykjagarðs og bjóðum við alla hjartanlega velkomna.

Nánari upplýsingar um Landbúnaðarsýninguna á Hellu er að finna hér.