Sláturmarkaður SS og Hagkaupa er í fullum gangi en hann hófst 16. september og stendur til 30. október.

Sláturmarkaðurinn hefur farið gríðarlega vel af stað en það eru sífellt fleiri sem taka slátur á haustin og viðhalda þessum skemmtilega sið. Til sölu er bæði ferskt og frosið slátur. 

Einnig býður SS uppá ½ frosna lambaskrokka í kassa og heila skrokka á mjög hagstæðu verði.

 
Sláturmarkaðurinn er í Hagkaup í Skeifunni og er opnunartíminn sem hér segir: 
 
     Þriðjudaga – föstudaga frá kl. 14:00 – 20:00 
     Laugardaga frá kl. 14:00 – 20:00 
     Sunnudaga er lokað.
 
Nánari upplýsingar veittar hjá Hagkaup Skeifunni í síma 563 5000.