Laugardaginn 21.október, þ.e. fyrsta vetrardag, lauk sláturmarkaði SS og Hagkaupa og er skemmst frá því að segja að hann gekk mjög vel.  Eins og áður hefur komið fram þá var ungt fólk áberandi í innkaupum á þessum þjóðlega rétti.
Frosið slátur verður áfram í sölu hjá Hagkaupum, Skeifunni, næstu daga þrátt fyrir að hinum eiginlega sláturmarkaði með ferskt slátur sé nú lokið.