Slátrun fer vel af stað hjá SS þetta haustið. Margt hefur verið gert til endurbóta á starfsstöðinni á Selfossi, m.a. í sambandi við gærusöltun, frystingu á görnum og innmat auk þess sem vélbúnaður hefur verið settur upp til að minnka sláturúrgang.

Slátrun í september er ívið minni en árið áður en hún fór seinna á stað.  Á móti kemur að gera má ráð fyrir umtalsverðri slátrun í nóvember eins og venjan hefur verið undanfarin ár.

Meðalþyngd er aðeins hærri en fyrra ár en holdfylling örlítið lakari. Fita er hins vegar töluvert minni sem verðlega vinnur upp lægri holdfyllingu. Meðalverð vegið með flokkun m.v. sömu verðskrá er óbreytt milli ára.

Nánari upplýsingar um slátrun og flokkun til 27. september fyrir árin 2009 og 2008.