Í samanburði á verðlagningu helstu sláturleyfishafa á kindakjöti kemur fram að SS er að greiða ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) hæsta verðið fyrir sauðfjárinnlegg.

SS greiðir 20 kr/kg hærra verð fyrir útflutningskjöt og umtalsvert hærra verð fyrir ærkjöt en KS.

Að teknu tilliti til flokkun innleggs í sept. – okt. ´07 hjá SS fyrir dilkakjöt er vegið meðalverð SS 393 kr/kg en 397 kr/kg hjá KS.  SS greiðir hins vegar mun hærra verð fyrir ærkjöt og útflutningshluta dilkakjöts.  Að teknu tilliti til alls innleggs á kindakjöti út frá vegnu meðalverði greiðir SS tæpar 363 kr/kg en KS rúmar 364 kr/kg.

SS greiðir jafnframt hærri yfirborgun á innlegg í viku 38 og yfirborganir í nóvember.

Til að auðvelda bændum samanburð á innleggsverði hafa verið teknar saman upplýsingar sem byggja á verðlagningu sláturleyfishafa og flokkun SS. 

Nánari upplýsingar um samanburðinn er að finna hér á verðlagningu sláturleyfishafa á sauðfjárinnleggi.