Sælkera-paté er kryddað með hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum og er ljúffeng viðbót við kæfu og paté-línu SS. Gott er að smyrja því á ristað brauð, skorpuskorið. Skerið hverja sneið í 4 litla tígla og toppið með týtuberjasultu. Berið fram á rúkólasalati og sultuðum rauðlauk. Einnig er hægt að taka paté-ið úr dósinni og skera það í sneiðar með heitum hníf og raða á salatblað og skreyta með rifsberjum eða öðrum villtum berjum. Berið fram með berjasultu og baquette brauði. Einnig er gott að setja örlítið af balsamik ediki yfir í lokin.

Næring:
Orka  1294 kJ/309 kkal
Prótín 13 g
Kolvetni 5 g
Fita 26 g
Natríum 0,5 g