Nýir innleggjendur

Upplýsingar til nýrra innleggjenda.

SS var stofnað árið 1907 og er samvinnufélag búvöruframleiðanda. 

Forgang að slátrun hjá SS hafa núverandi innleggjendur og þar á eftir þeir bændur á félagssvæði SS sem ekki hafa lagt inn hjá félaginu. Félagssvæðið nær frá Dölum og austur að Jökulsá á Breiðamerkursandi.

Bændur á félagssvæðinu sem vilja koma til nýrra viðskipta við SS er bent á að senda inn grunnupplýsingar um innleggjanda auk upplýsinga um fjölda sláturgripa og sláturtíma með því að fylla út þetta rafræna eyðublað hér að neðan, einnig geta þeir sem eru nú þegar í innleggsviðskiptum pantað fyrir slátrun með sama eyðublaði.

Bændur utan félagssvæðis SS sem hafa áhuga á að koma til innleggsviðskipta er bent á að fylla út sama eyðublað.

Við hvetjum bændur sem áhuga hafa á innleggsviðskiptum en þurfa frekari upplýsingar að hafa samband við afurðastöðina á Selfossi í síma: 480 4100.