Sýningin Matur 2006 verður haldin dagana 30. mars – 2. apríl 2006 í Fífunni, sýningarhöll Kópavogsbæjar. Matvælasýningarnar í Kópavogi eru stærstu vörusýningar sinnar tegundar á Íslandi og eru sýnendur fyrirtæki sem tengjast mat og matargerð á einn eða annan hátt.  Að sjálfsögðu mun Sláturfélag Suðurlands ekki láta sig vanta þarna.

 

Á fimmtudag og föstudag verður haldin kaupstefna og gestum úr matvælaiðnaðinum, mötuneytum og stóreldhúsum boðið á hana.  Á laugardegi og sunnudegi gefst svo almenningi kostur á að koma og sjá skemmtilega og stórglæsilega sýningu.  Við hvetjum alla áhugamenn um mat og matartengd efni til að koma og sjá hvað í boði er. 

 

Nánari upplýsingar um sýninguna Mat 2006 er að finna á heimasíðu þeirra.