Laugardaginn 20. nóvember ætlum við í SS að gera heimsmetstilraun þar sem reynt verður við heimsmetið í gerð lengstu pylsu í heimi. Núverandi heimsmet er 10,5 metrar og var sett af nokkrum stúdentum við Pretoríuháskóla í Suður-Afríku þann 18. október 2003. Ætlum við að reyna að bæta metið um 1,5 meter og því verður pylsan 12 metrar.

Gaman væri að sjá sem flesta í Kringlunni á laugardaginn klukkan 14:00 þegar tilraunin verður framkvæmd.

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra mun smakka pylsuna og skera úr því hvort heimsmetið hafi verið slegið.