Pylsur_fagmannsins1016

horra_content

Grillpylsur SS eru fyrir sanna sælkera. Áhersla er lögð á fjölbreytilega stemmingu með pylsum gerðum eftir uppskriftum frá Póllandi, Ítalíu og Danmörku. Auk þess býður SS upp á frábærar bratwurstpylsur og ostapylsur að ógleymdri hinni einu sönnu íslensku SS vínarpylsu. Ekki má heldur gleyma hinni marg rómuðu Katalónsku Bratwurstpylsu sem hefur hlotið fyrstu verðlaun í Bratwurst grillpylsukeppni ÍSAM og AVO. Pylsan hlaut þá nafnbótina besta AVO grillpylsa/bratwurst á Íslandi.

Þegar pylsur eru grillaðar er ráðlagt að stinga göt í pylsurnar með gafli eða skera rendur í pylsurnar. Það kemur í veg fyrir að pylsurnar springi á grillinu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann lágan eða nota efri hillu á grillinu.

til_baka