Fagkeppni kjötiðnaðarmanna var haldinn í tengslum við sýninguna Matur 2002 í Kópavogi. Keppt var í sex vöruflokkum og sendu kjötiðnaðarmenn Sláturfélags Suðurlands vörur til þátttöku í öllum flokkum.

Fyrirkomulag keppninnar er þannig að menn senda inn vöru með nafnleynd til dómarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum hennar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur haft gull, silfur eða bronsverðlaun. Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að hafa 49 til 50 stig og vera nánast gallalaus. Vörur með 46 til 48 stig og aðeins lítilsháttar galla fá silfurverðlaun og vörur með 42-45 stig fá bronsverðlaun. Vörur með minna en 42 stig fá ekki verðlaun.

             Stoltir Kjötiðnaðarmenn með verðlaunagripina
Úrslit voru kynnt, laugardaginn, 20. apríl og náðu kjötiðnaðarmenn Sláturfélagsins glæsilegum árangri. Hrepptu þeir 7 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 11 bronsverðlaun.

Auk þess hlaut Viktor Steingrímsson, sérstök verðlaun Landssambands kúabænda fyrir Nautarúllupylsu, athyglisverðustu nýjungina úr nautakjöti. Thorvald Smári Jóhannsson, hlaut sérstök verðlaun Kjötframleiðenda hf. fyrir Léttreykt hrossafile með hunangi, bestu vöruna unna úr hrossa- eða folaldakjöti og Jóhann Gunnar Guðmundsson, hlaut sérstök verðlaun Svínaræktarfélags Íslands fyrir Grísalifrarpaté með rifsberjahlaupi, bestu vöruna unna úr svínakjöti.

Þá vann Jóhann Gunnar Guðmundsson sveinakeppni kjötiðnaðarmanna og Ari Arnarson vann nemakeppni kjötiðnaðarnema..

Önnur úrslit urðu sem hér segir:

Léttreyktur lambageiri með hunangi
Nafn Gull Silfur Brons
Ingólfur Baldvinsson Bökuð rjómalifrarkæfa með rifsberjahlaupi Lifrarpylsa með kartöflum
Steinar Þórarinsson Kjötbúðingur
Jóhann Gunnar Guðmundsson Grísalifrarpate með https://www.ss.isrifsberjahlaupi Búrfells vínarpylsur
Sparigrís (grafið grísafille)
Björgvin Bjarnason Búrfells vínarpylsur Grísabollur
Benedikt Benediktsson Búrfells vínarphttps://www.ss.isylsur
Örn Hauksson Búrfells vínarpylsur
Oddur Árnason Ömmukæfa Nautasnahttps://www.ss.iskkflögur
Viktor Steingrímsson Nautarúllupylsa Hunangs- og Sítrónugrafinn grhttps://www.ss.isísahryggvöðvi
Thorvald Smári Jóhannsson Léttreykt hrossafile með hunangi, Hrossaálegg, Hrossasulta Grafin lund, Smurkæfa
Jón Þorsteinsson Búrfells vínarpylsur Hrossagrjúpán,
Grafinn gæðingur

        Hluti verðlaunagripanna

Um leið og við óskum kjötiðnaðarmönnunum okkar innilega til hamingju með glæstan árangur þökkum við þá miklu og fórnfúsu vinnu sem þeir lögðu á sig við undurbúning og þátttöku í keppninni.