Í fréttabréfinu kemur fram að sauðfjársláturtíð sé að hefjast og annasamar vikur séu framundan. Engin breyting er á yfirborgunum í upphafi sláturtíðar. Innleggsverð hækkar um 4% að meðaltali á milli ára.
Fram kemur að þrátt fyrir krefjandi aðstæður hefur afkoma samstæðunnar verið góð á fyrri árshelmingi 2025 og betri en fyrra ár.
Fjallað er um lokun sláturhússins á Blönduósi.
Endurbætur á frystikerfi á Selfossi og er í stað gamallar stimpilvélar er sett ný skrúfupressa. Einnig er fjallað um nýjan brennsluofn sem verður settur upp í lok október.
SS hefur fest verð á fóðri til lengri tíma þegar það er talið ráðlegt. Verð á fóðri hefur verið óbreytt frá því í september 2023 og verður óbreytt til loka janúar næstkomandi. Sala á Yara áburði gekk mjög vel á liðinni vertíð og lækkaði verðið um 5% frá síðustu vertíð. Mögulegar hækkanir í aðsigi vegna hækkunar á framleiðslukostnaði erlendis, þó ekki liggi fyrir hver breytingin verður.
Í fréttabréfinu er einnig komið inn á stöðuna á kjötmarkaði, vöruþróun og nýjungar hjá SS. Í lokin er kynning á einum af fjölmörgum starfsmönnum félagsins.