Fréttabréf 22. janúar á pdf formi

Sláturfélag Suðurlands 100 ára hinn 28. janúar 2007 og er fréttabréfið tileinkað afmæli félagsins að þessu sinni.  Fjallað er um aðdraganda að stofnun félagsins og því umhverfi sem einkenndi kjötsölumál Íslendinga í byrjun síðustu aldar en það var mánudaginn 28. janúar 1907 sem stofnfundur Sláturfélags Suðurlands var haldinn við Þjórsárbrú. Ótrúlegur kraftur og framsýni einkenndi rekstur Sláturfélagsins allt frá byrjun en árið 1907 var reist myndarlegt sláturhús í Reykjavík, það fyrsta á landinu. 

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku fyrirheit um lóðaúthlutun til SS í Hádegismóum við hlið Morgunblaðsins norðvestan Rauðavatns.  Einnig er í fréttabréfinu fjallað um síðustu sauðfjársláturtíð, fóðurmál, deildaskipan SS, væntanlega deildarfundi og nýjungar í vörulínum félagsins.