• Vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu sem hófst í janúar 2011 er lokið með samkomulagi við Arion banka hf.
• Langtímaskuldir lækka um 1100 milljónir króna með leiðréttingu gengistryggðra lána og uppgreiðslu lána.
• Endurskipulagningin hefur um 900 milljón króna jákvæð áhrif á afkomu félagsins.
• Áhrif endurskipulagningarinnar á rekstur og efnahag koma fram í uppgjöri félagsins á fyrri árshelmingi 2011.

Sláturfélag Suðurlands hefur komist að samkomulagi við viðskiptabanka sinn Arion banka hf. um uppgjör gengistryggðra lána. Endurskipulagningin var unnin í samstarfi við Arion banka hf. með milligöngu verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. vegna endurfjármögnunar lána.

Með samkomulaginu við Arion banka lækka langtímaskuldir félagsins um 1100 milljónir króna með leiðréttingu gengistryggðra lána og uppgreiðslu lána.

Endurfjármögnun að fjárhæð 1600 milljónir króna með lánstíma til 25 ára aðlagar afborganir lána að greiðslugetu félagsins til lengri tíma.

Endurskipulagningin hefur um 900 milljón króna jákvæð áhrif á afkomu félagsins. Áhrif endurskipulagningarinnar á rekstur og efnahag koma fram í uppgjöri félagsins á fyrri árshelmingi 2011 sem áætlað er að birta 26. ágúst 2011.


Frekari upplýsingar veita:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is