Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands  svf. verður haldinn í félagsheimilinu
Þingborg, föstudaginn 8. apríl 2005 og hefst kl. 14:00.
 
Dagskrá:

1.  Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.

a)      Tillaga um arð og vexti af stofnsjóði.
 
Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði 10%  arður af B-deild stofnsjóðs, alls 20 milljónir og reiknaðir 6% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 12 milljónir.
 
2.  Önnur mál, löglega upp borin.
 
Tillögur  frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.
 
Reykjavík, 15. mars 2005.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.