Fram er komin eftirfarandi breytingartillaga stjórnar SS um arð af B-deild stofnsjóðs og vexti af A-deild stofnsjóðs:

Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði 10%  arður af B-deild stofnsjóðs að viðbættum 3,91% hækkun vegna breytinga á lánskjaravísitölu ársins 2004 eða samtals 13,91%, alls 27.820.000 króna og reiknaðir 6% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 12 milljónir.  Arður af B-deild stofnsjóðs verður greiddur út eigi síðar en 6. maí 2005. Greiðsla arðsins miðast við hlutafjáreign við upphaf aðalfundardagsins 8. apríl 2005.