SS Bláberjalæri:

Lærið

Takið út Bláberjalærið og leyfið því að standa í stofuhita í u.þ.b 2 klukkustundir fyrir eldun.

Forhitið ofninn í 180 gráður. Þegar ofninn hefur náð réttu hitastigi er bláberjalærið sett í ofnfat og inn í ofninn. Lærið á vera í ofnunum í u.þ.b 80-90 mínútur. Bláberjalærið er síðan tekið úr ofninum og látið hvíla í 10 – 15 mínútur.

Hasselback kartöflur ásamt graslauks og sítrónu rjóma

Stór bökunarkartafla (1 stk á mann) er þrifin og þerruð. Hýði er haft á kartöflunum. Kartaflan er lögð á skurðarbretti og skorið er þvert á kartöfluna niður í hana miðja. Endurtekið með u.þ.b. 3 mm millibili svo að myndist í hana rendur. Olíu er smurt yfir kartöflurnar og salti eftir smekk er stráð yfir.

Kartöflurnar er settar í ofnfat og bakaðar í 60 mínútur á 180 gáðum.

Graslauks og sítrónu sýrður rjómi

18% sýrðurrjómi er hrærður, út í hann er bætt 1 msk af Borges sítrónuolíu, örlítið af salti og fínt söxuðum ferskum graslauk. Dressingunni er hellt yfir kartöflurnar rétt áður en þær eru bornar fram. Gott er að strá smátt skornu steiktu beikoni yfir.

Heilbakaðar gulrætur og blaðlaukur

Íslenskar gulrætur er skolaðar í köldu vatni. Blaðlaukur er settur á skurðarbretti og endarnir eru skornir af. Blaðlaukurinn er skolaður í köldu vatni. Mikilvægt er að láta vatnið renna á endann á blaðlauknum svo að óhreinindi sem eru inn í lauknum skolist út. Gulræturnar eru eldaðar í heilu lagi. Blaðlaukurinn er skorinn í 3-4 cm bita. Olía er sett á grænmetið og kryddað með salt og pipar. Grænmetið er sett í fat og sett í ofninn við 180 gráður í 35 mínútur.

Bláberja og rósmarín soðsósa

4 dl. af vatni er hellt í pott ásamt einum lambateningi, örlitlu af þurrkuðu rósmarin, 2 msk af bláberjum (ferskum eða frosnum), 1 msk af Mutti tómat púrre og tilfallandi grænmeti (t.d. lauk, gulrótum, hvítlauk, blaðlauk og sellerí) Þetta er soðið saman í um 60 mínútur. Soðið er síðan sigtað frá. Einnig er gott að bæta við soði sem kemur af bláberjalærinu. Soðið er þykkt með sósujafnara og kryddað til með salt og pipar. Einnig er gott að hræra 1 msk. af smjöri saman við sósuna rétt áður en að hún er borinn fram.