SS býður til bændafunda í samvinnu við DLG og YARA þar sem í boði eru fræðsluerindi um kjarnfóður og áburð. Allir velkomnir.

Fundirnir verða haldnir frá kl. 20:30 – 23:00
·                   Hótel Borgarnesi – fimmtudaginn 29. nóvember.
·                Félagsheimilinu Hvoli – föstudaginn 30. nóvember.
 
 
DAGSKRÁ
 
·         Steinþór Skúlason, forstjóri SS
Setur fundinn og ávarpar gesti.
 
·         Jakob Kvistgaard, framleiðslustjóri kjarnfóðurs hjá DLG
Fóðrun mjólkurkúa og eldisgripa í Danmörku. Kjarnfóður frá dlg fyrir kýr og eldisgripi.
Aðstæður til landbúnaðarframleiðslu í Danmörku og á Íslandi. Hvað skilur á milli?
 
·         Anders Rognlien, jarðræktarfræðingur hjá YARA
Verðmæti túna í nútíma landbúnaði. Niðurstöður nýrra tilrauna. Mikilvægi brennisteins við nýtingu húsdýraáburðar. Yara og verndun umhverfis.
 
 
Fundarstjóri verður Guðni Ágústsson.
 
Léttar veitingar og góðgæti frá framleiðsludeildum SS í umsjá kvenfélags Borgarness og kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli.
 
Jóhannes Kristjánsson eftirherma mætir á fundina og fer yfir stöðu helstu þjóðmála eins og honum er einum lagið.
 
Fyrirlestrarnir verða þýddir eins og þurfa þykir auk þess sem glærur verða á íslensku.

Auglýsing fundanna á pdf formi.