Fréttatilkynning frá Sláturfélagi Suðurlands svf

Sláturfélag Suðurlands svf hækkar verð á fóðri um 8 – 10%

Hækkunin tekur gildi frá og með 4. September 2018
Vegna mikilla þurrka hefur orðið uppskerubrestur á kornvörum í Evrópu og er þessi verðhækkun afleiðing af því ásamt umtalsverð hækkun á flutningsgjöldum
Þess ber að geta að SS hefur ekki hækkað fóðurverð síðan í janúar 2013 en lækkað fóðurverð
10 sinnum frá því tímabili um alls 26% .

Fóðurverð frá SS hefur verið óbreytt frá því í desember 2016

Upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575-6005

Meðfylgjandi er ný verðskrá yfir kjarnfóður fyrir nautgripi:

Fóðurverðskrá kúa-kálfa-nautgripafóður 04.09.18

Áburðartilraun á Hvolsvelli 2017

Tilraun Hvolsvelli toppur

Nú í vor voru lagðir út 28 tilraunareitir á Hvolsvelli á vegum Búvörudeildar SS. Markmið tilraunarinnar er að skoða áhrif mismunandi áburðaskammta á korn og grænfóður. Einnig var sáð mismunandi grastegundum sem fengu sama áburðarskammt. Allur áburður sem var notaður er frá Yara. Stefnt er að því að þreskja kornið í næsta þurrki.

Tilraun Hvolsvelli KríaÞar sem sýrustig í jarðveginum var mjög gott, pH 6,7 var ekki kalkað. Mjög mikilvægt er að athuga sýrustigið í jarðveginum áður en sáð er, til að hafa aðstæður sem bestar fyrir sáðgróðurinn.

Í korninu var sáð Kríu og Aukusti alls 12 reitir. Fengu allir reitirnir 70 kg/ha af köfnunarefni en mismunandi magn af fosfór og kalí.

Sáð var tveimur tegundum af grænfóðri í 12 reiti, vetrarrýgresi Sikem og vetrarrepja Emerald. Þessir reitir fengu mismunandi áburðarskammta af N, P og K.

Sáð var í 3 reiti með mismunandi grastegundum; vallarfox Engmo, hávingull Norild, SS Alhliða grasfræblanda sem inniheldur; vallarfoxgras 60%, fjölært rýgresi 15%, hávingul 15% og vallarsveifgras 10%. Þessir reitir fengu allir sama áburðarskammt, 600 kg/ha af NPK 15-7-12.

Einnig var sáð í 1 reit fjölæru rýgresi Calibra. Áburðarskammturinn sem hann fékk var 714 kg/ha af NPK 20-4-11.

Reitirnir eru vel merktir og er gestum og gangandi velkomið að ganga um reitina og virða þá fyrir sér.

 

 

Myndir Margrét 1584

Búið að skipta niður reitunum fyrir sáningu

 

21 september 2017 006

Spretta komin af stað á öllum reitum.

 

Þökkum frábærar viðtökur á bændafundum 2015

Dagana 3ja-6. nóvember voru haldnir hinir árlegu bændafundir Sláturfélags Suðurlands.  Góð mæting var á alla fundina en voru þeir haldnir í Valaskjálf Egilsstöðum, Hlíðarbæ Akureyri, Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli og Félagsheimilinu Lyngbrekku, Borgarfirði.

Guðni Ágústsson var fundarstjóri líkt og undanfarin ár en Sólmundur Hólm var með skemmtiatriði á þremur af fundarstöðunum.  Söngbræður sungu fyrir gesti í Félagsheimili Lyngbrekku.

Sólmundur

 Sólmundur Hólm með skemmtiatriði.

Akureyri

Fundurinn á Akureyri.

Vesturland

 Söngbræður sáu um skemmtiatriði í Félagsheimilinu Lyngbrekku.

Ole

Ole Stampe hélt fyrirlestur um áburð og mikilvægi selens.

Jakob

Jakob Dahl Kvistgård hélt fyrirlestur um fóðrun ungnauta.

Hvolsvöllur

 Fundargestir á Hvolsvelli.

Guðni

Guðni Ágústsson fundarstjóri.