Halldór Eyþórsson er einn sölumanna Sláturfélagsins og sér um margar mikilvægar verslanir fyrir SS m.a. sumar af söluhæstu Bónusbúðunum.

Það eru ekki allir sem vita að Halldór er mikill íþróttamaður og stundar kraftlyftingar af kappi.

Halldór fer um næstu helgi til Tékklands og keppir þar í heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum en Halldór er nýorðinn fimmtugur þó hann beri það ekki með sér.

Það er heiður fyrir SS að hafa afreksmann í okkar hópi sem auk þess stendur sig mjög vel í vinnu. Sláturfélagið ákvað því að styrkja Halldór myndarlega til ferðarinnar og óskum við honum öll góðs gengis.