Innflutningur SS á kjöti

Af gefnu tilefni er rétt að upplýsa um það kjöt sem SS hefur flutt inn og stefnu félagsins í innflutningi kjöts.

SS flutti ekki inn neitt nautakjöt á liðnu ári.

SS flutti inn 97 tonn af svínakjöti árið 2018, fyrst og fremst svínasíður sem skorti og voru seldar sem beikon undir Búrfells vörumerki.

Stefna félagsins er að flytja ekki inn kjöt nema hráefni skorti. Nægt framboð er á nautgripum og félagið lagt áherslu á að auka slátrun og framboð á innlendu kjöti. Umtalsvert magn af nautgripahakkefni hefur verið selt til annarra sláturleyfishafa og vinnsluaðila á liðnu ári og nægar birgðir eru til.

Hægt er að kynna sér niðurstöðu útboða á innflutningskvótum kjöts á eftirfarandi vefsíðu:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/landbunadur/inn-og-utflutningur-landbunadarvara/nidurstodur-utboda/

Auk þess sem hér kemur fram er töluverður innflutningur umfram kvóta en ekki eru aðgengilegar upplýsingar um innflutning einstakra fyrirtækja umfram kvóta en hægt að sjá heildartölur er þær liggja fyrir um 6 vikum eftir lok hvers mánaðar. En eins og áður sagði flutti SS ekkert nautakjöt inn árið 2018 og heildarinnflutningur svínakjöts, innan og utan kvóta var 97 tonn.