Ávinningur þess að nota Stalosan F í stað kalks

Stalosan F inniheldur ekki kalk, því óhentugt þykir að nota kalk við framleiðslu á dýraafurðum.  Ástæðan er sú efnasamsetning sem er í útihúsum og eiginleikar kalksins.

  • Almennt séð er hátt sýrustig í útihúsum sem gerir umhverfið basískt og eykur þar með hættuna á sýkingum. Kalk er basískt efni með pH gildi 9-10, svo hátt sýrustig er ekki gott fyrir umhverfi dýranna og í verstu tilfellum getur það aukið sýkingarhættu.
  • Þar sem ammóníak er mjög basískt, þá þarf að nota vöru með lágt sýrustig til að hlutleysa umhverfið og fjarlægja ammóníak úr útihúsum. Kalk er basísk vara og getur ekki fjarlægt ammóníak.  Í verstu tilfellum getur kalk aukið uppgufun ammóníaks.
  • Kalk hefur mjög takmarkaða rakadrægni, eða ca 30 gr vatn per 100 gr kalks.
  • Þegar kalk blandast vatni getur það myndað sleipt yfirborð á gólfum og legurýmum sem eykur líkur á fallslysum.
  • Kalk hefur engin áhrif á sjúkdómsvaldandi örverur.

Ef skoðaðar eru ofantaldar staðreyndir, þá er ótrúlegt að hugsa til þess að flest sótthreinsiduft innihalda 90-99 % kalk.  Ástæðan er sú að kalk er ódýr hrávara  og með því að nota það er hægt að lækka kostnaðinn við framleiðsluna töluvert.

Hvernig náum við hámarks vernd
Stalosan F er samsett úr steinefnum með lágt pH-gildi og mikla virkni, sem gerir það mögulegt að binda ammóníak, lækka sýrustig umhverfisins og hafa hemil á sjúkdómsmyndandi örverum í umhverfinu.  Þannig veitir maður dýrunum hámarks vernd.