Dagatal 2016

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 18. mars 2016 á Goðalandi, Fljótshlíð og hefst kl. 15:00

Birtingaráætlun :
• Janúar – júní 2016 uppgjör, þann 25. ágúst 2016
• Júlí  – desember 2016 uppgjör, þann 16. febrúar 2017

Jafnframt er fyrirhugað að halda aðalfund vegna ársins 2016, föstudaginn 17. mars 2017.

Afkoma ársins 2015

Fréttatilkynning á pdf. formi með 5 ára yfirliti

Ársreikningur 2015 á pdf. formi

• Tekjur ársins 10.701 m.kr. en 10.628 m.kr. árið 2014
• 230 m.kr. hagnaður á árinu á móti 433 m.kr. árið áður
• EBITDA afkoma var 726 m.kr. en 950 m.kr. árið 2014
• Eigið fé 4.189 m.kr. og eiginfjárhlutfall 53%

Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélaga þess, Reykjagarðs hf. og Hollt & Gott ehf.  Sláturfélag Suðurlands keypti 50% eignarhluta í Hollu & Góðu ehf. þann 31. ágúst 2015 og er félagið hluti af samstæðunni frá þeim tíma. Hafa þarf það í huga við samanburð rekstrar- og efnahagsliða milli ára.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2015 var 230 m.kr. skv. rekstarreikningi.  Árið áður var 433 m.kr. hagnaður.  Eigið fé er 4.189 m.kr. og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 53%.

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 10.701 m.kr. árið 2015, en 10.628 m.kr. árið áður og hækka því um tæpt 1%.  Aðrar tekjur voru 21 m.kr. en 24 m.kr. árið áður.

Vöru- og umbúðanotkun var 5.594 m.kr. en 5.735 m.kr. árið áður.  Launakostnaður var 2.555 m.kr. og hækkaði um rúm 11%, annar rekstrarkostnaður var 1.848 m.kr. og hækkaði um tæp 11%.  Afskriftir hækkuðu um tæp 6%.  Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 396 m.kr., en 638 m.kr. árið áður.  Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 726 m.kr.  en var 950 m.kr. árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 113 m.kr., en voru 117 m.kr. árið áður.  Gengishagnaður var
1 m.kr. samanborið við 13 m.kr. gengistap árið áður.

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 1 m.kr. en árið áður um 14 m.kr.  Reiknaður gjaldfærður tekjuskattur er 55 m.kr. en 101 m.kr. árið áður.  Hagnaður af rekstri ársins var 230 m.kr. en 433 m.kr. árið áður. Minni hagnaður milli ára skýrist m.a. af lakari afkomu dótturfélaga og afurðahluta félagsins.

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 724 m.kr. árið 2015 samanborið við 948 m.kr. árið 2014.  Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2015 voru 7.967 m.kr. og eiginfjárhlutfall 53%, óbreytt frá fyrra ári.   Veltufjárhlutfall var 2,1 árið 2015, en 2,5 árið áður.

Fjárfest var á árinu fyrir 633 m.kr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 491 m.kr. árið áður.  Seldar voru eignir fyrir 11 m.kr.  Á árinu var fjárfest í fasteignum fyrir 257 m.kr., vélum og tækjabúnaði fyrir 300 m.kr. og bifreiðum 76 m.kr.

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2015 var í aprílmánuði greiddur 11,0% arður af B-deild stofnsjóðs alls 20 m.kr. og reiknaðir 5% vextir á A-deild stofnsjóðs alls 16 m.kr.

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið er skráð á First North hjá NASDAQ OMX.  Viðurkenndir ráðgjafar félagsins (e. Certified Advisors) eru Ágúst H. Ólafsson og Árni Jón Árnason hjá Deloitte – first-north@deloitte.is.  Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu fyrri árshelmings ársins 2016 þann 25. ágúst 2016.

Aðalfundur
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 18. mars n.k.  Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 12% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 2%, alls 21,6 m.kr. eða 0,12 kr. á hvern útgefin hlut og reiknaðir 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 16,4 m.kr.

Staða og horfur
Afkoma Sláturfélagsins versnaði milli ára en erfið staða er á kjötmarkaði. Fjárhagsstaða félagsins er samt sem áður mjög sterk með 53% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall 2,1. Árleg greiðslubyrði lána er lág miðað við greiðslugetu félagsins og skuldahlutfall lágt.

Áhrif af lokun á sölu kjöts til Rússlands og mikil verðlækkun á aukaafurðum og gærum hafði neikvæð áhrif á rekstur afurðahluta félagsins á árinu 2015. Gert er ráð fyrir að svo verði áfram á árinu 2016.

Verkfall dýralækna á vordögum olli mikilli truflun og var afurðahluta félagsins kostnaðarsamt.

Staða lykilvörumerkja SS í kjötiðnaði er sterk og ímynd félagsins á markaði góð. Samt sem áður er reiknað með að erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði hafi neikvæð áhrif á afkomu kjötiðnaðar á árinu.

Matvöruhluti innflutningsdeildar og búvöruhluti innflutningsdeildar er vaxandi í starfsemi félagins. Sala á áburði, kjarnfóðri og öðrum rekstrarvörum bænda gengur vel og góð tækifæri til áframhaldandi vaxtar.

Fjárhagsdagatal
Aðalfundur 201618. mars 2016
Janúar - júní 2016 uppgjör25. ágúst 2016
Júlí - desember 2016 uppgjör16. febrúar 2017
Aðalfundur 201717. mars 2017

 

Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 – steinthor@ss.is
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 – hjalti@ss.is