Ný lína 1944 rétta –Betra líf

Á næstu dögum munu nýjir 1944 réttir koma í verslanir.  “Betra líf með góðum mat” er slagorð nýju línunnar.
Í hverjum skammti er minna en 450 kcal, 2 grömm af salti og minna en fjögur grömm af fitu í hverjum 100 gr.  Réttirnir standast kröfur skráargatsins sem er hollustumerki sem auðveldar neytendum að velja holla matvöru.  Nýju réttirnir eru Korma kjúklingur, Stroganoff, Kjúklingur tikka masala, Lambakjöt í karrísósu og Gúllassúpa.

betralif                                         gr

Sælkerapaté – vörunýjung

Sælkera-paté er kryddað með hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum og er ljúffeng viðbót við kæfu og paté-línu SS. Gott er að smyrja því á ristað brauð, skorpuskorið. Skerið hverja sneið í 4 litla tígla og toppið með týtuberjasultu. Berið fram á rúkólasalati og sultuðum rauðlauk. Einnig er hægt að taka paté-ið úr dósinni og skera það í sneiðar með heitum hníf og raða á salatblað og skreyta með rifsberjum eða öðrum villtum berjum. Berið fram með berjasultu og baquette brauði. Einnig er gott að setja örlítið af balsamik ediki yfir í lokin.

Næring:
Orka  1294 kJ/309 kkal
Prótín 13 g
Kolvetni 5 g
Fita 26 g
Natríum 0,5 g

Rifsberjahelgarsteik – vörunýjung

 

SS hefur sett á markað nýja tegund af helgarsteikum, Rifsberjahelgarsteik. Steikurnar eru lagðar í sérlega mjúkan kryddlög sem hæfir lambakjöti einkar vel og gerir helgarsteikina að sannkölluðum veislumat. Lambakjötið má elda á hefðbundinn hátt með því að steikja í ofni, en einnig hentar það mjög vel á grillið.

Hér fylgir með uppskrift að nýstárlegri sósu, skyr-bearnaisesósu, sem er borin fram köld með kjötinu. Hægt er að búa sér í haginn með því að gera sósuna fyrirfram.

Skyr-bearnaise-sósa:
2 stk. eggjarauður
1 msk.  dijonsinnep
100 ml góð, bragðlítil olía
250 ml skyr
2 tsk. bearnaise-bragðefni

Hrærið eggjarauður í hrærivél með sinnepinu og bætið olíunni við í mjórri bunu. Setjið skyrið út í og bragðbætið með bragðefninu. Geymið í kæli.

Næring:
Orka  762 kJ/182 kkal
Prótín 17 g
Kolvetni 1 g
Fita 12 g
Natríum 0,4 g