Velheppnaðir bændafundir

Bændafundir SS í Borgarnesi 29. nóvember og á Hvolsvelli 30. nóvember s.l. voru ákaflega vel sóttir en vel á þriðja hundrað manns sóttu fundina. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að blanda saman fróðleik og skemmtun ásamt góðgæti frá kjötvinnsludeildum félagsins með léttum veitingum með frábærri framsetningu kvenfélaganna í Borgarnesi og Hvolsvelli.

Steinþór Skúlason forstjóri SS setti fundina og ávarpaði gesti. Hann kom víða við í framsögu sinni. Fyrirlesar komu frá DLG Danmörku og YARA í Noregi með mjög fróðleg erindi um kjarnfóður og áburð jafnframt því sem fyrirtækin voru kynnt. Jóhannes Kristjánsson eftirherma lék á alls oddi eftir kynningu erlendu gestanna er hann fór yfir stöðu helstu þjóðmála. Fundarstjórinn Guðni Ágústsson hélt vel utan um fundarstjórnina og fór á kostum eins og honum er einum lagið.

Birgitte Marie L. Ravn og Jakob Dahl Kvistgaard voru frá DLG. Birgitte er sérfræðingur í fóðrun mjólkurkúa. Jakob er framleiðslustjóri á kjarnfóðri fyrir búfé. Jakob hefur yfir 30 ára reynslu við framleiðslu og þróun á kjarnfóðri fyrir mjólkurkýr og klálfa auk þess að vera jafnframt holdanautabóndi með Hereford og Angus nautgripi. Jakob kynnti fóðrun mjólkurkúa og eldisgripa auk þess að fara yfir mismunandi aðstæður til landbúnaðarframleiðslu í Danmörku og á Íslandi. Erindi Jakobs er að finna hér á pdf formi.

https://www.ss.is""Anders Rognlien og Ole Stampe voru frá DLG. Ole er viðskiptastjóri hjá YARA og er ábyrgur fyrir sölu- og þjónustu við SS. Anders er jarðræktarfræðingur hjá YARA og ábyrgur fyrir rannsóknum og þróun á áburði með áherslu á ræktun korns og túna. Anders var um árabil ráðunautur hjá leiðbeiningarþjónustunni í Noregi auk þess að reka kúabú um 10 ára skeið. Ole kynnti Yara á Borgarnesfundinum. Anders sá um kynningu Yara á Hvolsvelli. Erindi Anders fjallaði um verðmæti túna í landbúnaði og niðurstöður tilrauna þar að lútandi auk þess að fara yfir mikilvægi brennisteins við nýtingu húsdýraáburðar. Kynning á Yara er að finna hér á pdf formi og erindi Anders hér á pdf formi.

baendafundir_2012_181johahttps://www.ss.isnnes_haraldur_gudiAð loknum erindum erlendra gesta var komið að Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu að skemmta gestum. Haft var á orði að Jóhannes væri eins og hrútur á fengitíma en krafturinn var gríðarlegur þegar hann komst loksins að. Ekki verður annað sagt en Jóhannes sé skemmtikraftur á heimsmælikvarða.

Fundarstjórinn og jafnframt skemmtikrafturinn Guðni Ágústsson fór á kostum. Guðni er engum líkur enda búinn að vera uppi frá því land byggðist eins og Jóhannes Kristjánsson kom rækilega á framfæri en þeir Guðni skiptust á skemmtulegum sögum um hvorn annan á góðlátlegan hátt.

https://www.ss.isbaendafundir_2012_153_kvf_borgarnLéttar veitingar og góðgæti frá framleiðsludeildum SS í umsjá kvenfélags Borgarness og kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli voru fram bornar af miklum myndarskap. Þar var allt til fyrirmyndar vel útilátið og vel framreitt og eiga þær góðu konur þakklæti skilið fyrir.

baendafundir_2012_264kvef_hvolsÁnægjulegt var að sjá mikinn fjölda bænda sem gaf sér tíma til að koma á fundina auk annarra gesta sem sóttu fundina.  Bæði til að fræðast og ekki síður til að eiga góða stund saman, spjalla og hafa það gaman.

Við látum í lokin fylgja með nokkrar myndir frá fundunum en fundarmenn skemmtu sér vel eins og sjá má á myndum auk þess að gæða sér á góðgæti frá framleiðsludeildum SS.baendafundir_2012_206_borgarnes_me_erl

Fundurinn í Borgarnesi var vel sóttur eins og sjá má á myndinni til hægri.

Fundurinn á Hvolsvelli var einnig vel sóttur og skemmtu fhttps://www.ss.isundarmenn sér vel.baendafundir_2012_232hvolsvollur










Frá fundinum í Borgarnesi. Á myndinni má m.a. sjá Jónas bónda á Hömrum í Haukadal og Björk og Ágúst frá Hjarðarholti í Laxárdal.