Sauðfé – Afurðaverð 2012

Verðskrá 21. ágúst 2012 á pdf. formi.

Í fréttabréfi 24. júlí 2012 er að finna nánari upplýsingar.

Allt innlegg er staðgreitt föstudag eftir innleggsviku. 

verdskra_saudfjar_2012_21_08_2012_crop

Þjónustuslátrun og vetrararslátrun
Þjónustuslátrun sauðfjár er miðvikudaginn 28. nóvember 2012. Greitt verður sama verð og gilti fyrir síðustu sláturvikuna, sjá verðtöflu hér að ofan.

Vetrarslátrun sauðfjár er miðvikudaginn 20. mars 2013.  Greitt verður sama verð og gilti fyrir síðustu sláturvikuna, sjá verðtöflu hér að ofan.

Tekið er á móti sláturpöntunum í sláturhúsinu á Selfossi, s. 480 4100.

Heimtaka
Greitt er fast gjald pr. stk fyrir slátrun. Gjaldið er 2.680 kr/dilk og 2.830 kr/fullorðið og er 7 parta sögun innifalin í gjaldinu fyrir þá sem það vilja. Auk þess er boðin fínsögun og kostar hún aukalega 670 kr/stk. Afhending á Selfossi er án kostnaðar og kostnaður af heimsendingum innan félagssvæðis SS er 620 kr/stk en stærstur hluti þess er kostnaður við kassa og poka undir kjötið. Sent verður með Flytjanda. Vsk bætist við ofangreindar tölur. Nánari upplýsingar um heimtöku er að finna í fréttabréfi.

Vinsamlegast athugið að merkja við á heimtökublaðinu hvernig heimtakan á vera.  Einnig þarf að koma fram annað sem beðið er um svo sem fínsögun o.s.frv. Þessar upplýsingar verða að liggja fyrir við afhendingu, fyrir slátrun.

Eyðublað vegna heimtöku sjá hér

Gjaldtaka fyrir heimtöku er fyrir sláturkostnaði og er hugsuð sem búbót fyrir bændur til eðlilegrar heimanotkunar.  Ef bændur óska eftir að taka meira heim er um verktökuslátrun að ræða sem verður metin hverju sinni hvort hægt er að verða við henni og hvernig hún verður verðlögð.

Mikilvægt er að bændur panti sem fyrst fyrir slátrun til að tryggja sér pláss. Skipulagning hefðbundinnar slátrunar er í höndum deildarstjóra og skal óskum um slátrun komið sem fyrst til þeirra.

Fyrirvari er gerður um prentvillur !