Hækkun á verði grísa til svínabænda

Sláturfélagið hefur ákveðið að koma til móts við kostnaðarhækkanir svínabænda og hækka verð á svínakjöti til þeirra frá og með 18. júní n.k.  Markaðsaðstæður og sterk staða SS gera þessa hækkun mögulega. 

Jafnframt hefur félagið ákveðið að frá og með næstu áramótum, þ.e. 1. janúar 2013 mun félagið greiða 2% yfirverð á grísi sem eru þyngri en 80 kg. og flokkast í gæðaflokka Grís I Úrval og Grís IA.

Ný verðskrá fylgir hér með og gildir frá mánudeginum 18. júní 2012 eins og áður segir.